Freista þess að ná samningum

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hætt við að sækja athöfn til heiðurs þingmannsins og vinar síns Edwards Kennedy í bandarísku borginni Boston í dag. Þess í stað hyggst hann halda kyrru fyrir í svissnesku borginni Lousanne þar sem stórveldin sex freista þess að ná samkomulagi við írönsk stjórnvöld um kjarnorkuáætlun Írans.

Vonir standa til þess að samningar takist fyrir næstkomandi miðvikudag.

Kerry átti að snúa aftur til heimalands síns í dag, sunnudag, en talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að hann hefði hætt við. Hann hefði hlakkað mikið til að vera viðstaddur athöfnina, en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst á morgun nefna menntastofnun í höfuðið á Kennedy. 

Utanríkisráðherrar stórveldanna sex, Rússlands, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína og Þýskalands, eru allir væntanlegir til svissnesku borgarinnar í dag. 

Kjarn­orku­áætl­un Írans þykir afar um­deild og vilja stór­veld­in hindra það að Íran­ir komi sér upp kjarna­vopn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert