Hrapaði og brotlenti á akri

Var vélin að gerðinni Piper PA-28.
Var vélin að gerðinni Piper PA-28. Af Wikipedia

Tveir létust er lítil flugvél brotlenti í Suðaustur-Fíladelfíu í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarstofnunum var tilkynnt um brotlendinguna um klukkan hálftvö í dag að staðartíma.

Fundust tveir einstaklingar látnir í vélinni og samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru þeir eina fólkið um borð. Sagt er frá þessu á vefsíðu Time.

Flugvélin, sem var af gerðinni Piper PA28, hrapaði rétt hjá Brandywine-flugvellinum. Hafði hún farið frá flugvelli í 32 kílómetra fjarlægð frá Fíladelfíuborg fyrr um daginn. Talið er að flugmaðurinn hafi misst stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún hrapaði og brotlenti á akri.

Samkvæmt upplýsingum frá neyðarstofnunum kviknaði í vélinni eftir brotlendinguna en hún verður nú rannsökuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert