Missti heimili sitt í eldsvoðanum

AFP

Leikkonan Drea De Matteo, sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Sopranos á sínum tíma, var á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum mikla sem varð á Manhattan í New York á fimmtudag. Hún hafði búið þar í 22 ár.

Mik­il gasspreng­ing varð og olli eld­ur­inn því að þrjár bygg­ing­ar hrundu. Tutt­ugu og tveir slösuðust, þar af þrír mjög al­var­lega.

Leikkonan birti myndir af eldsvoðanum á instagramsíðu sinni og sagðist orðlaus, að því er fram kemur í frétt NBC News.

Enn er tveggja manna saknað og stendur enn yfir umfangsmikil leit. Mennirnir tveir voru á veit­ingastað á neðstu hæð eins húss­ins þegar spreng­ing­in varð. Ann­ar maður­inn, hinn 26 ára Moises Lucon, vann á veit­ingastaðnum, en hinn, Nicholas Figueroa, 23 ára, hafði verið þar á stefnu­móti.

Elds­voðinn er nú rann­sakaður, en að sögn Bills de Blasios, borg­ar­stjór­a New York, er út­lit fyr­ir að fram­kvæmd­ir við pípu- og ga­s­lagn­ir húss­ins hafi valdið spreng­ing­unni. 

Frétt mbl.is: Tveggja manna enn saknað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert