Rannsóknin gæti tekið langan tíma

Leitað að líkamsleifum í brakinu í frönsku Ölpunum.
Leitað að líkamsleifum í brakinu í frönsku Ölpunum. AFP

Réttarmeinafræðingar hafa nú fundið lífsýni úr 78 farþegum flugvélar Germanwings-flugfélagsins sem brotlenti í frönsku ölpunum á þriðjudaginn. 150 manns voru um borð í vélinni.

Ekki er talið líklegt að lögreglunni takist að bera kennsl á líkamsleifar þeirra allra. Brakið úr flugvélinni dreifðist víða og eru aðstæður á vettvangi ekki þær ákjósanlegustu.

Stjórnandi rannsóknarinnar segir að rannsóknin geti tekið langan tíma. Rannsakendur eigi erfitt með að athafa sig á svæðinu. Rannsókn á brotlendingunni gæti tekið allt að einn mánuð, að mati þýskra sérfræðinga. Yfir 600 manns tóku þátt í aðgerðunum á slysstað þegar mest var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert