Tugir þúsunda kvöddu látinn leiðtoga

Íbúar Singapúr kvöddu í dag fyrrverandi forsæt­is­ráðherra lands­ins, Lee Kuan Yew, sem lést á mánudag 91 árs að aldri. Þrátt fyrir úrhellisrigningu komu tugir þúsunda saman og syrgðu leiðtogann fyrrverandi við útför hans.

Fjöldi leiðtoga víðs vegar að úr heiminum var við jarðarförina, en eftir hana fór fram líkbrennsluathöfn þar sem aðeins hans nánasta fjölskylda var viðstödd.

Yfirvöld í Singapúr segja hálfa milljón manna hafa heimsótt þinghúsið í vikunni, en þar hefur líkkista Lees staðið, vafin fána landsins. Í dag var kistan borin í gegnum borgina við fallega athöfn.

Lee var for­sæt­is­ráðherra í 31 ár og íbú­ar lands­ins líta á hann sem hetju þar sem hann leiddi þjóðina til sjálf­stæðis.

Lee lést á sjúkra­húsi eft­ir að hafa glímt við lungna­bólgu frá því 5. fe­brú­ar. Son­ur hans og nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Lee Hsien Loong, sagði í yf­ir­lýs­ingu að það væri með sorg í hjarta sem hann til­kynnti and­lát föður síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert