Cameron gekk á fund drottningar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gekk í dag á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar til að biðja hana um að leysa upp breska þingið og boða til þingkosninga þann 7. maí næstkomandi.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar ekki miklu á fylgi Íhaldsflokksins, sem Cameron tilheyrir, og Verkamannaflokksins. Hvorugur flokkurinn myndi hins vegar ná meirihluta á þingi og verður því að teljast líklegt að önnur samsteypustjórn verði mynduð að kosningunum loknum.

Kosningabaráttan er nú formlega hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert