Olmert sakfelldur

Ehud Olmert
Ehud Olmert AFP

Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur sekur um að hafa þegið mútur. Brotin voru framin þegar Olmert var borgarstjóri í Jerúsalem.

Um var að ræða endurupptöku á máli tengdu bandaríska kaupsýslumanninum, Morris Talansky, sem  sagðist hafa afhent Olmert 150.000 Bandaríkjadali til kosningabarátta hans, á fimmtán ára tímabili. Talansky sagðist oft hafa afhent Olmert peninga í umslagi, en ekki vitað hvernig þeim hafi verið ráðstafað. 

Hefur niðurstöðunni nú verið snúið við því þegar áður var dæmt í málinu var Olmert sýknaður. 

Olmert á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi í öðru mútumáli en hann hefur áfrýjað niðurstöðu þess dóms. Von er á dómi hæstaréttar í því því máli 5. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert