Tímamót í borgaralegri fréttamennsku

AFP

Þegar þrjú fjölbýlishús urðu eldi að bráð í New York á fimmtudag fylgdust margir með eldsvoðanum í gegnum snjallsíma sína og spjaldtölvur. Því þennan sama dag var nýtt app sett upp á Twitter, Periscope, þar sem hægt er að fylgjast með atburðum í beinni.

Sérfræðingar segja að  Periscope og keppinauturinn, appið Meerkat, eigi eftir að marka tímamót í borgaralegri blaðamennsku.

Með því að fylgjast með á Twitter megi gera ráð fyrir að færri nýti sér YouTube eða fjölmiðla eins og CNN til þess að fylgjast með í beinni. Ef þú ert á staðnum getur þú komið þínum beinu útsendingum til fjölda fólks án vandkvæða.

Tveir hið minnsta fórust í eldsvoðanum og 22 slösuðust en upphaf eldsins má rekja til gassprengingar.

Fundu lík í rústunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert