Dæmdur til dauða fyrir morð á Bretum

AFP

Malasískur dómstóll hefur dæmt fisksala til dauða fyrir að hafa myrt tvo breska læknanema á eyjunni Borneo í fyrra. 

Zulkipli Abdullah, 24 ára, var í morgun fundinn sekur um að hafa stungið þá Neil Dalton og Aidan Brunger til bana í borginni Kuching í ágúst í fyrra eftir að þeir höfðu lent í illdeilum á bar. 

Fórnarlömbin, sem voru báðir 22 ára gamlir læknanemar frá háskólanum í Newcastle, voru í sex vikna skiptivinnu á sjúkrahúsi í Kuching. Að sögn lögreglu fundust lík þeirra að morgni 6. ágúst en þeir höfðu deilt harkalega við nokkra innfædda á bar. Fimm voru handteknir en aðeins Zulkipli var sá eini sem var ákærður. 

Hinir fjórir voru hins vegar leiddir fram sem vitni saksóknara við réttarhöldin. Lögmaður Zulkipli segir að dómnum verði áfrýjað en Zulkipli staðfesti við réttarhöldin að hafa lent í illdeilum og slagsmálum við Bretana en neitaði að hafa myrt þá.

Læknanemar stungnir til bana

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert