Fjölskylda stöðvuð á leið í heilagt stríð

AFP

Hjón frá Marokkó, sem tengjast hryðjuverkasamtökum, voru handtekin í nótt á Spáni ásamt sonum sínum á unglingsaldri. Fjölskyldan var á leið til Sýrlands, segir í tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu.

Þau voru handtekin í Badalona í norðausturhluta Spánar en fjölskyldan ætlaði að fara til Sýrlands í gegnum Marokkó og ætlaði sér að yfirgefa Badalona í dag. Piltarnir eru báðir sextán ára gamlir. Þeir höfðu verið í sambandi við samtök sem safna nýliðum til þess að taka þátt í heilögu stríði í Sýrlandi. Fylgst hefur verið með bræðrunum frá því þriðji bróðurinn fór til Sýrlands þar sem hann barðist með Ríki íslams. Hann lést í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert