Gefur 68,3 milljarða í neyðaraðstoð

AFP

Emírinn í Kúveit hét því í morgun að gefa hálfan milljarð Bandaríkjadala, sem svarar til 68,3 milljarða króna, í hjálparstarf í Sýrlandi. Ráðstefna þar sem rætt er um hvernig hægt er að veita Sýrlendingum neyðaraðstoð hófst í morgun. 

Sheikh Sabah al-Ahmad Al-Sabah segir að staðan í Sýrlandi sé skelfilegasta ógnin sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir í mannúðarmálum í nútímanum. Hann segir að framlagið komi frá ríkisstjórn landsins og einkageiranum og verður fénu varið í mannúðarmál í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert