Heyrði ekki í lestinni

Myndin sýnir lestarpall í New York og tengist fréttinni ekki …
Myndin sýnir lestarpall í New York og tengist fréttinni ekki beint. AFP

Maður lést í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa orðið fyrir lest. Hann var með heyrnartól í eyrunum og virðist ekki hafa heyrt viðvörunarflaut frá lestarstjóranum.

Hinn 26 ára gamli Eduardo Salazar var úti að hlaupa í Frostproof í Flórída þegar slysið átti sér stað. Leið hans lá meðfram lestarteinum og þegar lestin nálgaðist sýndi hann engin merki þess að hann heyrði ítrekuð viðvörunarflaut lestarstjórans, með fyrrgreindum afleiðingum.

Í ljós kom að Salazar var með iPod-heyrnartól í eyrunum og heyrði því líklega ekki flautið.

Lestin, sem var á leið frá Miami til New York, tafðist um nær fimm klukkustundir vegna slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert