Veðja á að prinsessan fái nafnið Alice

Hertogaynjan kom fram opinberlega í síðasta sinn fyrir fæðingu barns …
Hertogaynjan kom fram opinberlega í síðasta sinn fyrir fæðingu barns síns á föstudag. AFP

Veðbankar spá því að eignist Katrín hertogaynja og Vilhjálmur prins dóttur verði hún skírð Alice. Í síðustu viku jukust líkur á þeirri nafngift mikið og eru nú 14-1. Einn veðbanki í Bretlandi gæti þurft að greiða út stórar upphæðir vegna þessarar stökkbreytingar en svo virðist sem aðilar á Tunbrigde-svæðinu á Englandi hafi veðjað háum upphæðum á nafnið Alice og breytt líkunum allsvakalega. „Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að það er verið að veðja á þetta nafn,“ hefur Telegraph hefir talsmanni veðbankans William Hill.

Katrín hertogaynja kom fram í síðasta sinn opinberlega fyrir fæðingu barns síns á föstudag. Ekki er þess að vænta að almenningur sjái hana aftur fyrr en hún kemur út af sjúkrahúsinu á St Mary's sjúkrahúsinu í lok apríl er barnið á að fæðast. Ekki hefur verið gert opinbert hvers kyns barnið er.

Alice er nú langvinsælasta nafnið í veðbönkunum en í öðru sæti er Elísabet, í því þriðja Karlotta, í því fjórða Viktoría, þá Alexandra og loks Díana, í höfuðið á móður Vilhjálms. Hvað varðar karlmannsnöfn eru Arthur, Henrý og James vinsælust.

Frá því á miðri nítjándu öld hefur nafnið Alice verið vinsælt innan konungsfjölskyldunnar. Viktoría drottning skírði aðra dóttur sína Alice.

Bretar veðja á ýmislegt fleira þegar kemur að barni Katrínar og Vilhjálms. Vinsælt er að veðja á kynið og eru flestir á því að hjónin eigi von á stúlku. Einnig er veðjað á fæðingardaginn, svo dæmi séu tekin.

Frétt Telagraph

Katrín og Vilhjálmur voru sælleg á föstudaginn.
Katrín og Vilhjálmur voru sælleg á föstudaginn. AFP
Bless í bili - Katrín mun ekki sjást opinberlega fyrr …
Bless í bili - Katrín mun ekki sjást opinberlega fyrr en eftir fæðingu barnsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert