Fæddist án nefs

Saga Eli litla hefur hreyft við mörgum.
Saga Eli litla hefur hreyft við mörgum. Ljósmynd/ www.facebook.com/TimothyElisStory

Eli Thompson fæddist 4. mars í Alabama en þegar móðir hans fékk son sinn í fangið í fyrsta skipti uppgötvaði hún að hann var ekki með neitt nef.

Fötlun Eli er mjög sjaldgæf en aðeins eitt af hverjum 197 milljónum barna fæðist án nefs. Þrátt fyrir nefskortinn braggast Eli ágætlega en strax og hann kom úr móðurkviði byrjaði hann að anda eðlilega samkvæmt Mobile Press-Register.

Þegar Eli var fimm daga gamall var framkvæmd á honum barkaskurðaðgerð til þess að auðvelda honum öndun og segir Brandi McGlathery, móðir Eli, hann vera mun hamingjusamara barn síðan þá. Aðgerðin orsakaði hinsvegar það að hann gefur ekki frá sér nein hljóð þegar hann grætur og þarf því móðir hans að hafa á Eli stöðugar gætur.

McGlathery segist þegar vera komin í samband við foreldra barna sem fæddust án nefs og eins við fullorðna einstaklinga sem fæddust án nefs.

Hún og faðir Eli, Troy Thompson, hafa ákveðið að bíða með allar lítaaðgerðir á Eli þar til hann fullorðnast og getur ákveðið sjálfur hvað hann vill. „Fram að deginum þar sem hann vill fá nef vil ég ekki snerta hann,“ segri McGlathery sem segir son sinn fullkominn eins og hann er.

Saga Eli hefur vakið mikla athygli og bjó vinur fjölskyldunnar til Facebook síðu svo aðrir gætu fylgst með fjölskyldunni. Framundan er fjöldinn allur af aðgerðum og miklum kostnaði og hefur því verið sett upp GoFundMe síða til styrktar fjölskyldunni. Nú þegar hafa yfir 6.500 Bandaríkjadalir safnast og þess má geta að á mánudaginn fékk Eli litli loksins að fara heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert