Fengu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum

Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, (t.v.) ræði við fréttamenn í Haag …
Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, (t.v.) ræði við fréttamenn í Haag í dag. AFP

Palestínumenn fengu formlega aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í dag en þeir hyggjast sækja ísraelska embættismenn til saka. Ísraelsmenn hafa brugðist ókvæða við og saka Palestínumenn um hræsni þar sem landstjórn þeirra tengist Hamas-samtökunum sem fremji stríðsglæpi.

Í yfirlýsingu frá ísraelska utanríkisráðuneytinu kemur fram að ákvörðun Palestínumanna um að fá aðild að dómstólnum sé „pólitísk, kaldrifjuð og hræsni“. Stjórn Palestínumanna ætti að vera með þeim síðustu sem ætti að geta hótað málsóknum fyrir dómstólnum.

Einhliða aðgerðir eins og þá að ganga til liðs við dómstólinn segir ráðuneytið að brjóta gegn forsendum tilrauna til að leysa úr ágreiningi Ísraela og Palestínumanna sem hafi hlotið stuðning alþjóðasamfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert