Hafa ráðið niðurlögum eldsins

Frá London. Mynd­in teng­ist efni frétt­ar­inn­ar ekki beint.
Frá London. Mynd­in teng­ist efni frétt­ar­inn­ar ekki beint. mbl.is/afp

Slökkvilið í  London hefur náð tökum á rafmagnseldi sem blossaði upp neðanjarðar við götuna Kingsway fyrr í dag. 10 slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn og tóku 70 slökkviliðsmenn þátt í að ráða niðurlögum eldsins.

Slökkvilið var kallað út kl. 12.40 að staðartíma og var búið að slökkva eldinn um klukkan átta í kvöld. Um 2.000 manns voru látnir yfirgefa Holborn-svæðið.

Holborn-neðanjarðarlestarstöðinni var lokað vegna eldsins sem geisaði í rafmagnköplum og þá var sumum strætisvagnaleiðum beint annað.

Frétt mbl.is: Reykur stígur  upp úr jörðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert