Leigubílstjóri reyndi að ræna viðskiptavin

EPA

Bílstjóri á vegum leigubílaþjónustunnar Uber var handtekinn í gær í Denver í Bandaríkjunum fyrir að reyna að ræna heimili manns sem bílstjórinn hafði keyrt á flugvöll sama dag. 

Heitir bílstjórinn Gerald Montgomery og er 51 árs. Var hann ákærður fyrir að hafa reynt að komast inn í hús mannsins á fimmtudaginn í síðustu viku. Hafði Montgomery keyrt viðskiptavininn á alþjóðaflugvöllinn í Denver og fór síðan aftur að heimili hans og reyndi að komast inn i húsið.

Flúði Montgomery frá húsinu er hann gerði sér grein fyrir því að einhver var á heimilinu.  

Í tilkynningu frá Uber kemur fram að manninum hefur verið vikið úr starfi. Jafnframt endurgreiddi Uber viðskiptavininum. Verður málið rannsakað að sögn talskonu Uber, Taylor Patterson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert