Fjarlægðu styttu af Snowden

AFP

Lögreglan í New York hefur fjarlægt styttu af bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden, sem hópur listamanna kom fyrir í garði í Brooklyn í borginni í gær.

Hópurinn kom styttunni fyrir - án leyfis - um nóttina en lögreglan fjarlægði hana um miðjan dag.

Listamennirnir höfðu stillt styttunni upp á súlu í garðinum. Súlan er hluti af minnisvarða um 11.500 píslarvotta sem létu lífið um borð í breskum fangaskipum í frelsisstríði Bandaríkjanna árið 1776. 

Listamennirnir sögðu það enga tilviljun að styttunni hafi verið komið fyrir þarna. Saga Snowdens minni á sögu píslarvottanna og eins væri málstaðurinn ekki ólíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert