Segja Þjóðverja skulda sér 279 milljarða evra

AFP

Gríska ríkisstjórnin heldur því fram að Þjóðverjar skuldi Grikkjum tæplega 279 milljarða evra í stríðsskaðabætur vegna hernáms nasista á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Grikkir hafa formlega reiknað út hvað Þjóðverjar skuldi þeim fyrir hörmungarnar sem fylgdu hernáminu og herfangið sem þeir stálu á fimmta áratugnum. Hins vegar segir þýska ríkisstjórnin að það sé löngu búið að gera þetta upp, að því er fram kemur í frétt BBC.

Fjármálaráðherra Grikklands, Alexis Tsipras ræddu mögulegar bætur við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands er þau funduðu nýverið í Berlín en Grikkir berjast nú við að láta enda ná saman með dyggri aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og öðrum ríkjum Evrópusambandsins. 

Inni í tölunni er 10,3 milljarðar evra sem aðstoðarfjármálaráðherra Grikklands, Dimitris Mardas, segir að nasistar hafi neytt seðlabanka Grikklands til þess að greiða.

„Samkvæmt útreikningum okkar er skuldin tengd stríðsskaðabótum Þjóðverjar 278,7 milljarðar evra,“ sagði Madras á fundi með þingmannanefnd sem rannsakar hver beri ábyrgð á skuldakreppu Grikkja.

Hópur fólks kom saman í Aþenu í gær og krafðist …
Hópur fólks kom saman í Aþenu í gær og krafðist þess að verksmiðjum sem var lokað í sparnaðarskyni yrðu opnaðar á ný. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert