Tsarnaev fundinn sekur

Dzhokhar Tsarnaev gæti hlotið dauðarefsingu verði hann fundinn sekur.
Dzhokhar Tsarnaev gæti hlotið dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. AFP

Kviðdómur í dómsmálinu gegn Dzhokar Tsarnaev, sem ákærður er fyrir að hafa myrt þrjá og sært 264 þegar sprengjur sprungu við mark Boston-maraþonsins í apríl 2013, hefur komist að niðurstöðu og var Tsarnaev fundinn sekur.

Lokaræðurnar voru fluttar í fyrradag og málið þá dómtekið. Tsarnaev á að hafa gert ódæðið í samstarfi við bróður sinn, sem lést í átökum við lögregluna nokkrum dögum síðar.

Alls er ákæran í 30 ákæruliðum, verjendur hans hafa lýst því yfir að hann hafi tekið þátt í skipulagningunni. Þá létu verjendur hans aðeins kalla til fjögur vitni sem báru vitni í samtals 5 klukkustundir. Ákæruvaldið kallaði 92 vitni og stóðu vitnaleiðslur yfir þeim í meira en 15 daga. 

Tsarnaev var sakfelldur fyrir notkun gjöreyðingarvopna sem endaði með dauða. Viðurlög þessa ákæruliðs geta verið dauðarefsing eða lífstíðarfangelsi. Þarf kviðdómurinn nú að skera úr um hvort verður fyrir valinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert