10 tonn af silfurpeningum af hafsbotni

Tíu tonn af silfurpeningum af hafsbotni.
Tíu tonn af silfurpeningum af hafsbotni.

Teymi breskra sérfræðinga hefur náð að koma tíu tonnum af silfurpeningum af hafsbotni. Peningarnir eru sagðir um 7 milljarða króna virði. Aldrei áður hefur verið kafað svo djúpt eftir fjársjóð á sjávarbotni. Peningarnir voru í flaki gufuskips sem sökk á leið sinni frá Bombay á Indlandi til Englands árið 1942.

Gufuskipið SS City of Cairo sökk um 772 km suður af eyjunni St. Helena í sunnanverðu Atlantshafi. Þýskur kafbátur sökkti skipinu. Sökk það niður á 5.150 m dýpi. Um borð voru 100 tonn af silfurpeningum sem tilheyrðu breska ríkinu. Verið var að flytja þá frá Indlandi til Bretlands til að nota þá til frekari stríðsrekstrar í síðari heimsstyrjöldinni, segir í frétt BBC.

En peningarnir skuluð sér aldrei alla leið. Þýskur kafbátur skaut tundurskeytum á gufuskipið þann 6. nóvember 1942. 

Það var ekki fyrr en árið 2011 að flak skipsins fannst eftir mikla leit teymis undir stjórn John Kingsford, sem sérhæfir sig í leit og björgun skipsflaka. Sérfræðingar, á verktakasamningi við breska ríki, leituðu um hafsbotninn við erfið skilyrði í nokkrar vikur. Leitarsvæðið var tvisvar sinnum stærra en London, að því er fram kemur í frétt BBC.

Um 10 tonnum af silfurpeningum var komið upp á yfirborðið. Þegar er búið að bræða þá í Bretlandi og selja. Ágoðinn fer annars vegar til breska ríkisins og hins vegar til björgunarteymisins. 

Aðgerðinni lauk í september árið 2013. Það er þó ekki fyrr en nú sem bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi til að segja frá henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert