Barnið sem verður „til vara“

Ungu hjónin eiga von á öðru barni sínu á næstu …
Ungu hjónin eiga von á öðru barni sínu á næstu dögum eða vikum. AFP

Von er á barni Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju í heiminn á næstu dögum eða vikum, á því leikur enginn vafi. Þó margir þykist vita hvort von sé á stúlku eða dreng, prinsessu eða prins, vita fáir það með vissu.

Barnið er annað barn hjónanna og verður fjórða í erfðaröðinni að bresku krúnunni, það verður „til vara“ á eftir George eldri bróður.

Þegar Elísabet drottning lætur af embætti er sonur hennar, Karl, næstur í röðinni. Hann er 66 ára gamall og mun Vilhjálmur líklega ekki þurfa að bíða lengi eftir að taka við krúnunni af föður sínum. Næstur í röðinni er George, sonur hans, og síðan barnið sem von er á í heiminn.

Eitt það erfiðasta innan konungsfjölskyldunnar

Sérfræðingar segja að hlutverk barnsins, sem verður „til vara“ ef taka þarf við stóra hlutverkinu, sé eitt það erfiðasta innan konungsfjölskyldunnar. Framtíð þess er óljós, það gæti þurft að sinna þessu mikla ábyrgðarhlutverki, en það gæti einnig farið svo að það muni alltaf standa í skugganum.

Staða næstelsta barnsins veitir því vissulega meira frelsi heldur en elsta barninu, sem gert er ráð fyrir að taki við af foreldri sínu eftir að það lætur af embætti. Barnið mun þó ekki síður vera í kastljósi fjölmiðla

„Ég held að það erfiðasta við að vera númer tvö sé að vita ekki hvort einhver ógæfa verði þessi valdandi að þú þurfir að taka við aðalhlutverkinu,“ segir Hugo Vickers, sagnfræðingur, sem hefur sérhæft sig í málum konungsfjölskyldunnar, í samtali við Reuters. Þessu fylgir mikil óvissa.

Voru „til vara“ en komust að

Afi Elísabetar drottningar, Georg fimmti,  og faðir hennar, Georg sjötti, voru yngri systkini sem tóku við krúnunni þrátt fyrir að „vera til vara.“

Það gerðu Margrét, systir Elísabetar, og Harry, yngri bróðir Vilhjálms, aftur á móti ekki. Margrét lést árið 2002. Mikla athygli vakti er hún féll fyrir yfirmanni í hernum en hún mátti aftur á móti ekki giftast honum þar sem maðurinn var fráskilinn. Hún gekk að eiga ljósmyndara en þau skildu árið 1978. Skilnaðurinn vakti mikla athygli en hann var sá fyrsti síðan á dögum Henry áttunda, sem lést árið 1547.

Harry prins, bróðir Vilhjálms krónprins, hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna í mörg ár, meðal annars fyrir að hafa drukkið áður en hann hafði aldur til, mætt í nasistabúningi í búningapartí og lent í átökum við ljósmyndara.

Elísabet drottning er enn við völd. Barnið verður fjórða í …
Elísabet drottning er enn við völd. Barnið verður fjórða í erfðaröðinni að krúnunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert