Fimm menn fundust afhöfðaðir

Afganskir lögreglumenn.
Afganskir lögreglumenn. AFP

Lík fimm karlmanna fundust nýverið í suðausturhluta Afganistans en þeir höfðu allir verið afhöfðaðir. Mennirnir, sem voru sjíta-múslimar af ættbálki Hazara, höfðu lagt af stað frá heimilum sínum í Ghazni-héraði til þess að kaupa nautgripi.

Fram kemur í frétt AFP að enginn hafi enn lýst yfir ábyrgð á morðunum en talið er að hreyfingar tengdar hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams standi annað hvort á bak við þau eða Talibanar. Haft er eftir einum heimildarmanni að markmiðið hafi verið að skipta á mönnunum og liðsmönnum Talibana en því hafi verið hafnað. Fyrir vikið hafi mennirnir verið myrtir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert