Fundu 250 ára gamlan gervilim

Gervilimurinn sem fannst í Póllandi.
Gervilimurinn sem fannst í Póllandi. ljósmynd/Samtök um verndun minnisvarða í Póllandi

Fornleifafræðingar í Póllandi komu niður á heldur óvenjulegan fund á dögunum, þegar þeir fundu 250 ára gamalt kynlífsleikfang. Um er að ræða tæplega 20 sentímetra langan gervilim sem fannst í pólsku borginni Gdańsk þegar fornleifafræðingar leituðu á klósetti gamals skylmingaskóla.

Gervilimurinn var í frábæru ásigkomulagi þrátt fyrir að vera að öllum líkindum frá seinni helmingi 18 aldar. 

Í fréttatilkynningu frá samtökum um verndun minnisvarða í Póllandi kemur fram að gervilimurinn sé „stór, þykkur, búinn til úr leðri og með tréskafti.“ Þá kemur jafnframt fram að kynlífsleikfangið hafi að öllum líkindum verið dýrt, enda mjög vandað og úr hágæða leðri.

Fornleifafræðingarnir telja einhvern hafa verið að nota gerviliminn og misst hann í klósettið, að því er fram kemur á Yahoo News.

Annar gervilimur fannst í Þýskalandi í janúar sl. en hann er talinn hafa verið 28 þúsund ára gamall og er elsta kynlífsleikfang sem fundist hefur á jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert