Morðingi stúlkunnar ákærður

AFP

Tæplega fertugur pólskur karlmaður var í dag ákærður í Frakklandi fyrir að ræna, nauðga og myrða 9 ára gamalli stúlku í norðurhluta landsins á miðvikudaginn. Maðurinn, Zbigniew Huminski, var handtekinn stuttu eftir að nakið lík stúlkunnar fannst í skóglendi en hann var skammt frá þeim stað. Viðurkenndi hann í kjölfarið að bera ábyrgð á dauða hennar.

Fram kemur í frétt AFP að Huminski hafi lýst fyrir rannsóknarlögreglumönnum að hann hafi rænt stúlkunni, sem hét Chloe, eftir að hún hafi sprautað á bifreið hans með vatnsbyssu við leikvöll í borginni Calais. Þar hefði hann áð á leið sinni til Bretlands. Huminski sagðist hafa neytt stúlkuna inn í bifreiðina. Móðir hennar hafi verið vitni að mannráninu og öskraði á manninn.

Lýst sem „hættulegum siðblindingja“

Huminski hefur tvisvar verið sakfelldur fyrir glæpi í Frakklandi og einnig verfið dæmdur í Póllandi. Haft er eftir afbrotafræðingnum Christian Soenen, sem ræddi við Huminski í tengslum við fyrri dómsmál gegn honum, lýsir honum sem „hættulegum siðblindingja“. Hann væri óútreiknanlegur og hefði enga eftirsjá eða sektarkennd vegna þess sem hann hefði gert.

Fréttir mbl.is:

Faldi sig í svefnherbergi stúlku

Frakkar slegnir vegna morðsins

Hvernig getur svona gerst?

Rændi, nauðgaði og myrti 9 ára stúlku

Zbigniew Huminski.
Zbigniew Huminski. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert