Skaut tengdasoninn og var skotinn

AFP

Sjötugur karlmaður lét lífið í bænum Ejea de los Caballeros á Spáni á miðvikudaginn eftir skotbardaga við lögregluna. Lögreglumaður særðist einnig í átökunum.

Fram kemur í frétt Thelocal.es að maðurinn hafi hafi skotið unnusta dóttur sinnar sem hafi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Lögreglan umkringdi hús mannsins og reyndi fyrst í stað að semja við hann en þegar það skilaði engum árangri fóru lögreglumenn inn í íbúð hans.

Til skotbardaga kom og féll maðurinn fyrir skotum lögreglu. Einn lögreglumaður særðist alvarlega í átökunum sem fyrr segir. Annar lögreglumaður var einnig fluttur á sjúkrahús með meiðsli. Ekki kemur fram hvað manninum hafi gengið til með því að ráðast á unnusta dóttur sinnar.

Nágrannar mannsins sögðu hann hafa verið rólegan og að hann hafi haldið sig mikið út af fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert