Stakk penna í hrjótandi flugfarþega

Farþegaþota á vegum Southwest Airlines.
Farþegaþota á vegum Southwest Airlines. Wikipedia

Konu var gert að yfirgefa farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines í Chicago í Bandaríkjunum í gær eftir að hún greip penna og stakk honum í karlkyns flugfarþega sem sat við hlið hennar og hraut. Þotan var á leiðinni til Boston þegar atvikið átti sér stað.

Fram kemur í frétt Huffington Post að konan hafi ætlað að fá manninn til þess að hætta að hrjóta með því að reka pennann ítrekað í hann. Slökkvliðsmenn voru fengnir um borð í farþegaþotuna til þess að meta meiðsl mannsins en þau reyndust ekki alvarleg.

Farþegaþotan fór skömmu síðan í loftið eftir að konunni hafði verið gert að yfirgefa hana. Konunni var í kjölfarið komið í aðra þotu. Fluginu seinkaði um tvo klukkutíma vegna málsins. Ekki liggur fyrir hvort konan verður ákærð vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert