Drápu 33 og særðu 100

AFP

Að minnsta kosti 33 létust og 100 særðust í sjálfsvígsárás í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í morgun.

Sprengjan sprakk fyrir utan banka þar sem ríkisstarfsmenn og hermenn voru að sækja launin sín, að sögn lögreglunnar í héraðinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðnu og talsmaður talibana segir að þeir hafi ekki átt hlut að máli, samkvæmt frétt BBC.

Forseti Afganistan Ashraf Ghani, segir árásina verk huglausra og og viðbjóðslegra hryðjuverkamanna en börn eru meðal þeirra sem létust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert