Fjórðungur Japana 65 ára og eldri

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe ásamt ungu fólki
Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe ásamt ungu fólki AFP

Enn fækkar Japönum og hafa ekki verið færri síðan á síðustu öld. Meira en fjórðungur Japana er 65 ára og eldri. 

Japönum fækkaði um 0,17% á síðasta ári eða um 215 þúsund manns. Alls eru Japanir 127.083 þúsund talsins en þetta er fjórða árið í röð sem Japönum fækkar. Inni í tölunni eru útlendingar sem hafa dvalið lengi í landinu.

65 ára og eldri hefur fjölgað verulega á milli ára eða um 1,1 milljón og eru þeir nú 33 milljónir talsins. Nú eru tveir á móti einum þegar horft er á aldursskiptinguna í Japan, það er 65 ára og eldri og 14 ára og yngri. Þetta skýrist einkum af fáum nýburum og langlífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert