Hnífjafnt á milli Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins

Miliband er með þriggja prósentustiga forskot samkvæmt skoðanakönnun sem gerð …
Miliband er með þriggja prósentustiga forskot samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Sunday Times. AFP

Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn í Bretlandi mælast báðir með 32% fylgi í skoðanakönnun þremur vikum fyrir þingkosningarnar. Það stefnir því í æsispennandi kosningabaráttu áður en gengið verður til kosninga 7. maí.

Könnunin var framkvæmd af ICM fyrir dagblaðið Sunday Telegraph.

Önnur skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Sunday Times gefur aðra niðurstöðu þar sem Verkamannaflokkurinn er með þriggja prósentustiga forystu á Íhaldsflokkinn. Jókst forskot Verkamannaflokksins þar frá síðustu könnun um eitt prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert