Hugmyndasmiðurinn á bak við Ríki íslams

AFP

Það er fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Saddams Husseins, forseta Íraks, sem er sá sem er hugmyndasmiðurinn á bak við Ríki íslams og undirbjó valdatöku samtakanna í norðurhluta Sýrlands, að því er segir í frétt Der Spiegel í dag.

Ofurstinn fyrrverandi, Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem er betur þekktur undir heitinu Haji Bakr og var drepinn af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra, hafði unnið að undirbúningi að hernaði Ríki íslams í nokkur ár.

Vikuritið greinir frá því að það hafi haft aðgang að 31 skjali sem Bakr hafði unni, þar á meðal handskrifaða lista eftir samningaviðræður við skæruliðahópa í Aleppo í Norður-Sýrlandi

Der Spiegel segir að Bakr hafi verið bæði bitur og atvinnulaus eftir að Bandaríkjamenn leystu upp íraska herinn árið 2003. Á milli 2006 og 2008 var hann í haldi bandaríska hersins í Bucca búðunum og  Abu Ghraib fangelsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert