Íslendingar henda miklu af raftækjum

Ný skýrsla United Nations University (UNU) sýnir að mannkynið hefur aldrei áður hent meira af rafvörum í ruslið en árið 2014. Alls hentum við 41,8 milljónum tonna í ruslið sem var aukning um tvær milljónir tonna frá árinu áður.

Norðmenn eru sú þjóð sem hendir mest af rafvörum í ruslið eða 28,4 kg á hvern íbúa. Í næstu sætum á eftir koma Svisslendingar og í þriðja sæti eru Íslendingar með 26,1 kg.

Þjóðir Afríku eru þær sem henda minnst af rafvörum eða að meðaltali 1,7 kg á íbúa.

Í flokki rafvara eru ísskápar fyrirferðarmestir auk þvottavéla og annarra heimilistækja.

Virði rafvaranna sem grandað er hefði verið um 52 milljarðar Bandaríkjadala ef þær hefðu skilað sér í endurvinnslu. Þar af eru í rafvörunum um 300 tonn af gulli, sem samsvarar um 11 prósentum af heildarvinnslu gulls í heiminum árið 2013, samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Ónotaðir Nike hlaupaskór í stærð 42
Til sölu ónotaðir Nike hlaupaskór með innanfótar styrkingu. Stærð EUR 42, US 10...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...