Íslendingar henda miklu af raftækjum

Ný skýrsla United Nations University (UNU) sýnir að mannkynið hefur aldrei áður hent meira af rafvörum í ruslið en árið 2014. Alls hentum við 41,8 milljónum tonna í ruslið sem var aukning um tvær milljónir tonna frá árinu áður.

Norðmenn eru sú þjóð sem hendir mest af rafvörum í ruslið eða 28,4 kg á hvern íbúa. Í næstu sætum á eftir koma Svisslendingar og í þriðja sæti eru Íslendingar með 26,1 kg.

Þjóðir Afríku eru þær sem henda minnst af rafvörum eða að meðaltali 1,7 kg á íbúa.

Í flokki rafvara eru ísskápar fyrirferðarmestir auk þvottavéla og annarra heimilistækja.

Virði rafvaranna sem grandað er hefði verið um 52 milljarðar Bandaríkjadala ef þær hefðu skilað sér í endurvinnslu. Þar af eru í rafvörunum um 300 tonn af gulli, sem samsvarar um 11 prósentum af heildarvinnslu gulls í heiminum árið 2013, samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...