Ítrekuð mistök FBI

Bandaríska alríkislögreglan FBI
Bandaríska alríkislögreglan FBI AFP

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) viðurkenndi í dag að skekkjur væri að finna í rannsóknum hennar við vinnslu gagna í réttarmeinarannsóknum sem notaðar hafa verið í réttarsölum landsins í nokkur ár. Í einhverjum tilvikum hafa gögnin leitt til þess að fólk hefur verið dæmt sekt og jafnvel dæmt til dauða.

Játning FBI kemur í kjölfar birtingar skýrslu sem unnin var í fyrra og gaf til kynna að ekki væri samræmi í þeim upplýsingum sem kæmu frá rannsóknarstofu FBI. Rannsóknin leiddi í ljós að galla var að finna í að minnsta kosti 60 glæpamálum, þar á meðal þremur þar sem sá ákærði var dæmdur til dauða. 

Mistökin voru meðal annars gerð við rannsóknir á lífsýnum úr hári. Slík mistök muni ekki endurtaka sig þar sem ný tækni hafi tekið við á rannsóknarstofum FBI.

Samkvæmt Washington Post í dag eru efasemdir um niðurstöður FBI í yfir 95% þeirra 298 mála sem hafa nú verið endurskoðuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert