Hafði hótað að drepa kennara

Nemendur fluttir á brott frá Joan Fuster Institute eftir árásina …
Nemendur fluttir á brott frá Joan Fuster Institute eftir árásina í morgun. AFP

Drengur sem talinn er hafa skotið kennara til bana með lásboga í Barcelona, verður líklega ekki ákærður þar sem hann er aðeins þrettán ára gamall. Hann hefur verið handtekinn.

Atvikið átti sér stað Instituto Joan Fuster-skólanum. Drengurinn kom vopnaður lásboga og hnífi í skólann í morgun. Drengurinn kom of seint í tíma og er sagður hafa sært kennara sinn og dóttur hans, sem var nemandi í kennslustundinni. Annar kennari kom svo hlaupandi að er hann heyrði öskur úr skólastofunni. Er talið að drengurinn hafi skotið hann til bana með lásboga, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Lögreglan hefur ekki staðfest hvort kennarinn var skotinn með lásboga eða stunginn með hnífi.

Sjónarvottar segja við spænska fjölmiðla að lásboginn hafi verið heimasmíðaður úr viði og pennum. Þeir segja að drengurinn hafi kastað honum í ruslafötu áður en hann hljóp af vettvangi.

Í frétt BBC um málið kemur fram að drengurinn hafi hótað því í síðustu viku að drepa kennara sinn. Samnemendur hans hafi tekið því sem gríni. Spænska kennarasambandið segir að þetta sé í fyrsta sinn sem nemandi drepi kennara í landinu. 

Fjórir særðust í árásinni, tveir kennarar og tveir nemendur. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir.

Frétt mbl.is: Skaut kennara með lásboga

Lík kennarans flutt úr skólanum í dag.
Lík kennarans flutt úr skólanum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert