Má ekki lengur fljúga með United Airlines

AFP

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur bannað öryggisráðgjafa að fljúga með félaginu eftir að hann sagðist á Twitter geta brotist inn í tölvukerfi véla félagsins.

Chris Roberts átti bókað flug frá Colorado til San Francisco á sunnudag. Hann átti að flytja erindi á stórri ráðstefnu um öryggismál og áður en hann fór af stað sagði hann á Twitter að hann kynni tæknilega leið til að eiga við súrefnisgrímurnar um borð. United segir að félagið sé fullvisst um að ekki sé hægt að brjótst inn í kerfi vélarinnar með þeim hætti sem Roberts lýsti en ákvað þó engu að síður að banna honum að fljúga með sér.

Roberts er stofnandi netöryggisfyrirtækisins One World Labs. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að reyna að finna veikleika í upplýsingakerfum og láta fyrirtæki vita af þeim áður en  glæpamenn komast á snoðir um þau.

Roberts var meinað að fljúga með United á miðvikudag í síðustu viku og þess í stað tekinn í fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af Alríkislögreglunni, FBI. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert