Hætta loftárásum

Hernaðarbandalag sem leitt er af Sádi Arabíu tilkynnti í kvöld að ekki yrðu gerðar fleiri loftárásir á Jemen en árásirnar hafa nú staðið yfir í fjórar vikur. Samkvæmt yfirlýsingu bandalagsins hefur þeirri ógn sem stafaði af írönskum uppreisnarmönnum í landinu verið bægt frá og færast aðgerðir nú yfir á pólitískt stig þar sem bandalagið hyggst dreifa hjálpargögnum og „berjast gegn hryðjuverkum“ í landinu.

Í yfirlýsingunni er þó tekið fram að ekki sé loku fyrir það skotið að bandalagið muni hefja loftárásir á nýju þyki þess þörf vegna aðgerða Huthi uppreisnarmanna auk þess sem landinu verður áfram haldið í herkví frá hafi úti.

AFP segir ríkisstjórn Jemen og forseta landsins, Abedrabbo Mansour Hadi hafa farið fram á að bandalagið bitti enda á loftárásirnar. Aðgerðirnar munu halda áfram til miðnættis en þær hófust þann 26. mars. Varnarmálaráðuneyti Sádi Arabíu segir loftárásirnar hafa fjarlægt ógn við öryggi Sádi Arabíu og nágrannalönd ríkisins.

Alþjóða heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðana segir að yfir 900 manns hafi látist í átökum síðustu vikna í Jemen og að yfir 3.000 manns hafi slasast en talið er líklegt að tölurnar séu í raun mun hærri enda skili aðeins hluti hinna slösuðu sér á spítala.

Sveit vopnaðra manna á göt­um hafn­ar­borg­ar­inn­ar Aden í Jemen.
Sveit vopnaðra manna á göt­um hafn­ar­borg­ar­inn­ar Aden í Jemen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert