Lést af völdum „megrunarpilla“

Breska matvælaeftirlitsstofnunin hefur varað við neyslu DNP. Myndin er úr …
Breska matvælaeftirlitsstofnunin hefur varað við neyslu DNP. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Sverrir Vilhelmsson

Lögregla í Shropshire á Bretlandi hefur gefið út viðvörun eftir að kona lést vegna „megrunarpilla“ sem hún pantaði á internetinu. Læknum tókst ekki að bjarga Eloise Aimee Parry, 21 árs, en að sögn móður hennar „brann hún upp innan frá“.

Talið er að pillurnar hafi innihaldið afar hættulegt efni, dinitrophenol, sem einnig er kallað DNP. Móðir Perry, Fiona, segir að dóttir hennar hafi leitað læknisaðstoðar 12. apríl sl. þegar henni fór að líða illa. Hún sagði læknum hvað hún hefði innbyrt, en ekki var talið að um bráðatilfelli væri að ræða, þar sem Eloise var með meðvitund og virtist tiltölulega hraust.

Það rann hins vegar upp fyrir læknunum hversu alvarlegt ástandið var eftir að eiturefnarannsókn var framkvæmd.

„Efnið var í líkama hennar, það var ekkert mótefni til, tvær töflur voru banvænn skammtur og hún hafði tekið átta,“ sagði Fiona.

Tilraunir voru gerðar til að lækka líkamshita Eloise, og þegar hún hætti að anda var hún sett í öndunarvél og gripið til frekari úrræða til að bjarga henni.

„Þegar hjarta hennar stoppaði gátu þeir ekki endurlífgað hana. Líkami hennar hafði gefið eftir. Hún hafði innbyrt svo mikið DNP að afleiðingarnar voru óumflýjanlegar. Þeir áttu aldrei möguleika á því að bjarga henni. Líkami hennar brann og gaf eftir.“

Lögreglu hefur hafið rannsókn á uppruna pillanna og varað fólk frá því að kaupa megrunarpillur á netinu. Að því er fram kemur í Guardian hefur DNP áður verið markaðsett sem „töframegrunarlyf“ en efnið hraðar mjög efnaskiptum.

Breska matvælaeftirlitsstofnunin hefur varað við neyslu DNP í öllu formi og segir efnið geta verið afar hættulegt heilsu manna.

Guardian sagði frá.

Frétt mbl.is: Varað við hættulegum fæðubótarefnum

Frétt mbl.is: 62 dóu af völdum bannaða lyfsins

Frétt mbl.is: Læknanemi tók bannað megrunarlyf og dó

Frétt mbl.is: Hættuleg fitubrennsluhylki seld á netinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert