Máttu ekki veiða úlfa í Noregi

Aldrei áður hefur verið sakfellt fyrir sambærilegt brot í Noregi.
Aldrei áður hefur verið sakfellt fyrir sambærilegt brot í Noregi. mbl.is/Rósa Braga

Fimm karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar í Noregi fyrir að skipuleggja ólöglegar úlfaveiðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sakfellt er fyrir brotið í landinu.

Höfuðpaur hópsins var dæmdur til eins árs og átta mánaða fangelsisvistar en hinir fjórir fengu sex til tólf mánuði. Mennirnir neituðu allir sök í málinu og hafa fjórir þeirra áfrýjað dómnum. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa reynt að veiða úlfa í gildru í febrúar árið 2014.

Dennis Nordahl, 48 ára, hlaut þyngsta dóminn. Hann er sakaður um að hafa skotið úlf í mars á síðasta ári. Sagðist hann hafa verið á refaveiðum og neitaði að hafa drepið úlf.

Úlfastofninn er afar lítill í Noregi en talið er þar séu um þrjátíu úlfar. Veiða mátti dýrið í suðurhluta Skandinavíu til fram á áttunda áratug síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert