Munu fljúga í fimm daga

Sólarorku flugvélin Solar Impulse 2 lenti í kvöld í kínversku borginni Nanjing og lauk þar með sjötta legg hennar af tólf í á ferð sinni í kringum hnöttinn með engu eldsneyti utan sólarinnar.

Flugstjórinn Bertrand Piccard lenti vélinni af öryggi eftir 17 klukkustundaferð frá borginni Chongqing eftir að hafa síendurtekið þurft að fresta ferðinni sögum veðurs. 

Hinn flugstjóri vélarinnar, Andre Borschberg, sneri aftur til Evrópu fyrir skömmu til að  fá meðferð við slæmu mígreni en búist er við að hann muni koma til Kína fyrir næsta föstudag.

Nanjing er síðasta áfangastaður vélarinnar áður en kemur að metnaðarfyllsta legg ferðarinnar en næst verður henni flogið í fimm daga og nætur án þess að lenda rúma 8.500 kílómetra yfir kyrrahafið til Hawaii.

Aðstandendur Solar Impulse 2 vonast til þess að vekja athygli á lífrænum orkugjöfum með tilraun sinni til að fljúga í kringum hnöttinn. Gert var stólpagrín að tilraunum hópsins innan fluggeirans í fyrstu en nú hefur þeim verið fagnað víða um heim, meðal annars af aðalritara Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon. Ferðalagið hófst í síðasta mánuði í Abu Dhabi. Áætlaður heildarflugtími er 25 dagar yfir fimm mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert