Ókunnugur fylgdist með barninu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Vaknaðu litli strákur, pabbi er að leita að þér.“

Svona hljómuðu skilaboð sem ókunnugur maður skildi eftir á barnapíutæki þriggja ára gamals drengs í New York, eftir að hafa hakkað sig inn á rás tækisins.

Foreldrar drengsins segja þetta ekki í fyrsta skipti sem maðurinn hakkar sig inn í tækið, en þau vildu ekki láta nafn síns getið af ótta við að hann fyndi þau. 

Faðir drengsins talaði fyrst við lögreglu vegna málsins þegar hann gekk inn í herbergi drengsins og heyrði rödd frá tækinu sem sagði „sjáðu, þarna kemur einhver“. Þá segja foreldrarnir hakkarann jafnframt hafa stjórnað myndavélinni á tækinu svo hann gat snúið henni.

Samkvæmt frétt CBS fréttastofunnar eru mörg ný barnapíutæki tengd internetinu og þeim fylgja smáforrit í síma, svo það er auðveldara að hakka sig inn í þau en áður. 

„Það er í raun eins og þeir standi inni í húsinu þínu,“ sagði Lance Ulanoff, upplýsingafulltrúi vefsíðunnar Mashable, í samtali við fréttastofuna. Segir hann mikilvægt fyrir foreldra að breyta lykilorðinu sem fylgir með tækinu, svo erfiðara sé að komast inn í það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert