Mannskæðustu skjálftar síðustu ára

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Nepal af völdum skjálftans.
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Nepal af völdum skjálftans. AFP

Yfir þúsund hafa látist eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 7,9 reið yfir Nepal í morgun og gríðarleg eyðilegging hefur orðið í höfuðborginni, Katmandú, og borginni Pokhara. AFP fréttastofan tók saman lista yfir mannskæðustu skjálftana í heiminum síðustu þrjátíu ár.

11. ágúst 2012: Tvíburaskjálftar upp á 6,3 og 6,4 stig riðu yfir írönsku borgina Tabiz þar sem 206 létust og yfir þrjú þúsund slösuðust.

11. mars 2011: Hátt í 18.900 létust þegar flóðbylgja af völdum gríðarlega öflugs 9 stiga neðanjarðar jarðskjálfta skall á norðausturströnd Japan. Í kjölfarið skemmdist kjarnorkuverið í Fukishima og myndaðist gríðarleg hætta út frá því.

23. október 2011: Jarðskjálfti upp á 7,2 reið yfir austurhluta Tyrklands, þar sem 600 létust og að minnsta kosti 4.150 slösuðust.

12. janúar 2010: Jarðskjálfti að stærðinni 7 skók Haítí og allt að 250-300 þúsund létust.

14. apríl 2010: 6,9 stiga jarðskjálfti reið yfir Yushu í norðvesturhluta Qinghai héraðs Kína þar sem um þrjú þúsund manns létust.

12. maí 2008: Öflugur 8 stiga jarðskjálfti skók suðvesturhluta Sichuan héðasins í Kína þar sem yfir 87 þúsund létust.

27. maí 2006: Öflugur skjálfti reið yfir Yogyakarta í Indónesíu þar sem sex þúsund létust og yfir ein og hálf milljón manna missti heimili sín.

8. október 2005: Yfir 75 þúsund létust í jarðskjálfta að stærðinni 7,6 í Pakistan og yfir þrjár og hálf milljón manna misstu heimili sín.

28. mars 2005: Jarðskjálfti skók eyjuna Nias fyrir utan Indónesíu þar sem 900 létu lífið.

26. desember 2004: Gríðarlega öflugur neðansjávar jarðskjálfti varð við strendur Sumatra eyjunnar í Indlandshafi og olli flóðbygju sem skall á eyjurnar í kring. Alls létust 220.000, þar af 168 þúsund í Indónesíu.

26. desember 2003: Skjálfti að stærðinni 6,7 reið yfir írönsku borgina Bam, en þar létust að minnsta kosti 31.884 og yfir 18 þúsund slösuðust.

26. janúar 2001: Öflugur 7,7 stiga jarðskjálfti reið yfir borgina Gujarat í vesturhluta Indlands. Um 25 þúsund manns létu lífið og 116 þúsund slösuðust.

30. september 1993: Skjálfti upp á 6,3 skók Maharashtra héraðið í Indlandi þar sem 7.601 létu lífið.

20. október 1991: 768 létust þegar skjálfti að stærðinni 6,6 reið yfir rætur Himalaya í Indlandi.

20. ágúst 1988: Jarðskjálfti að stærðinni 6,8 skók austurhluta Nepal, þar sem 721 lést. Að minnsta kosti 277 létust í indverska héraðinu Bihar.

28. júlí 1976: Öflugur jarðskjálfti að stærðinni 7,8 reið yfir Tangshan í Kína. Yfirvöld sögðu um 242 þúsund hafa látist, en raunveruleg tala látinna er þó talin hafa verið mun hærri.

15. janúar 1934: Skjálfti upp á 8,1 stig skók austurhluta Nepal og Bihar í Indlandi þar sem 10.700 manns létu lífið.

Fjölmargir hafa misst heimili sín eftir skjálftann í Nepal í …
Fjölmargir hafa misst heimili sín eftir skjálftann í Nepal í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert