Vilja fleiri myndir af prinsinum unga

Breskir ljósmyndarar vilja fá fleiri tækifæri til að mynda prinsinn …
Breskir ljósmyndarar vilja fá fleiri tækifæri til að mynda prinsinn unga. AFP

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar birta myndir af Vilhjálmi Bretaprins, Katrínu Middleton hertogaynju og Georg prins sem ekki er að finna í breskum fjölmiðlum. Breskum ljósmyndurum hefur verið gert ljóst að þeir verði sóttir til saka eftir að hafa reynt að taka myndir af prinsinum unga þegar hann var utandyra með barnfóstru sinni.

Frá því að Georg kom í heiminn í júlí árið 2013 hafa hjónin aðeins nokkrum sinnum leyft ljósmyndurum að festa hann á filmu. Líklegt er að hið sama muni gilda um barnið sem væntanlegt er í heiminn.

Arthur Edwards er ljósmyndari Sun og hefur hann einkum myndað konungsfjölskylduna í gegnum tíðina. Hann er í startholunum til að mynda fjölskylduna þegar barnið er komið í heiminn. Edwards viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja fá fleiri myndir af prinsinum en segist jafnframt skilja af hverju foreldrar hans haldi verndarhendi yfir honum.

„Ég var við Kensingtonhöll nýlega og sá barnfóstruna ganga inn og út úr garðinum og þar var hann,“ segir Edwards í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert