Óeirðir á götum Baltimore

Lögregla á götum Baltimore.
Lögregla á götum Baltimore. AFP

Óeirðir brutust út milli mótmælenda og lögregla á götum Baltimore í Bandaríkjum í kvöld. Sjö lögreglumenn eru slasaðir og þá er einn án meðvitundar. Þeir sem slösuðust hlutu meðal annars beinbrot.

Fyrr í dag barst lögreglunni í Baltimore hótun þar sem kom fram að hópar væru að taka höndum saman til að „taka út“ lögreglumenn.

Ekki er vitað hvaðan hótunin kom. Þá er ekki vitað hvort hótunin tengist dauða Freddie Gray en hann lést nýlega í haldi lögreglu. Mótmælt hefur verið á hverju kvöldi síðan Gray lést en hann var borinn til grafar í dag.

Mótmælendur orðnir rólegri

Hefði átt að hitta lækni strax

Mótmælt hefur verið á götum Baltimore síðustu daga.
Mótmælt hefur verið á götum Baltimore síðustu daga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert