Fundu lík í húsum og á götum

Frá bænum Damasak í Nígeríu.
Frá bænum Damasak í Nígeríu. AFP

Mörg hundruð lík hafa fundist að undanförnu í bænum Damasak í Nígeríu en talið er að fólkið sé fórnarlömb hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Líkin fundust í húsum, á götum og einnig í árfarvegi í bænum. Líkin voru grafin í tuttugu fjöldagröfum um helgina.

Varað er við myndum neðar í fréttinni af líkunum en gætu vakið óhug. 

Yfirvöld í landinu hafa ekki gefið upp nákvæma tölu um fjölda látinna en maður sem aðstoðaði við greftrunina um helgina telur að um rúmlega fjögur hundruð lík hafi verið að ræða.

Sveitir frá Tsjad og Nígeríu náðu aftur yfirhöndinni í Damasak í byrjun mars en Boho Haram höfðu fyrir þann tíma ráðið ríkjum á svæðinu.

Talið er að fólkið hafi verið tekið af lífi í janúar.

Líkin fundust víða í bænum en talið er að fólkið …
Líkin fundust víða í bænum en talið er að fólkið hafi veirð tekið af lífi í janúar. AFP
Líkin fundust víða í bænum en talið er að fólkið …
Líkin fundust víða í bænum en talið er að fólkið hafi veirð tekið af lífi í janúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert