Harry verður að heiman

Harry ásamt Karli föður sínum.
Harry ásamt Karli föður sínum. AFP

Harry Bretaprins verður líklega ekki heima þegar frænka hans eða frændi, barn Katrínar hertogaynju og Vilhjálms prins, kemur í heiminn.

Harry er nú í Ástralíu í verkefnum fyrir herinn þar í landi. Hann skrapp heim til Bretlands um helgina en þurfti að fara til starfa sinna aftur í dag. Barn Katrínar og Vilhjálms er væntanlegt í heiminn á hverri stundu.

Vegna starfa sinna í Ástralíu er því líklegt að Harry geti ekki séð litla barnið fyrr en um miðjan maí.

Harry er flugmaður í hernum. Hann er þrítugur. Hann mun dvelja í Ástralíu næstu daga en 9. maí heldur hann til Nýja-Sjálands.

Flestir veðja á að fæðist prinsessa fái hún nafnið Alice, Karlotta, Elísabet eða Viktoría. KOmi lítill prins veðja flestir á að foreldrarnir velji  James, Arthur eða Alexander.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert