Ógurleg eyðileggingin úr lofti

Háskólanemar í Nepal söfnuðust saman og minnstust fórnarlamba skjálftans.
Háskólanemar í Nepal söfnuðust saman og minnstust fórnarlamba skjálftans. AFP

Þorp eftir þorp, bær eftir bæ. Eyðileggingin í Nepal er meiri en orð fá lýst eftir risavaxinn jarðskjálftann á laugardag. Milljón börn eiga um sárt að binda. Að minnsta kosti 3.726 eru látnir - líklega mun fleiri.

Hér að neðan eru tvö myndskeið. Annað er tekið úr dróna og hitt úr þyrlu sem flogið er yfir svæði þar sem áður stóðu hús en nú eru aðeins rústir á víð og dreif.

Sérfræðingar segja að Nepal hafi alls ekki verið undirbúið fyrir skjálfta af þessari stærðargráðu. Skjálftinn var 7,8 stig og sterkir eftirskjálftar urðu í kjölfarið. Þúsundir hafa ekki aðgang að vatni og læknisþjónusta og önnur grunnþjónusta er í algjörum molum.

Fólk þorir ekki að hreyfa sig, þó að það sé slasað og þurfi nauðsynlega að komst á spítala. Allt um kring eru hús sem geta hrunið og hættulegar rústir sem erfitt eða ómögulegt er að komast fram hjá. 

Meðal þeirra bygginga sem skemmdust mikið er hinn níu hæða hái Dharahara-turn. Turninn er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann var byggður sem varðturn við upphaf nítjándu aldar. Nú er turninn hruninn eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 

Ein og ein góð frétt berst þó frá Nepal. Í dag fundu björgunarmenn mann á lífi sem hafði verið fastur í húsarústum í tvo sólarhringa. 

Aerial footage from Nepal shows the aftermath of the devastating earthquake, including toppled monuments, cracked roads, and thousands of people living in tents in case more buildings collapse.Read more: http://trib.al/DwTEt8N

Posted by Sky News on Monday, April 27, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert