Óttast frekari eldsumbrot

Yfirvöld í Síle vara við því að hætta sé á frekari eldsumbrotum í Calbuco-eldfjallinu í suðurhluta landsins en það gaus í tvígang þar í síðustu viku. 

Calbuco hefur hins vegar haldið sig til hlés í smátíma og því hefur verið hægt að opna fyrir flugumferð á nýjan leik í Síle og nágrannaríkinu Argentínu en loka þurfti flugvöllum vegna fíngerðrar öskunnar frá eldgosinu.

Yfir sex þúsund íbúar í nágrenni Clabuco hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldgossins, segir á vef BBC.

Óttast er að ef það fer að rigna, líkt og spáð er, sé hætta á aurskriðum þegar rigningin bleytir upp í öskunni sem liggur eins og mara yfir öllu en talið er Calbuco hafi spúð um 210 milljón kúbikmetrum af ösku á stuttum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert