Óveður grandar tugum

Að minnsta kosti 44 létust og yfir 200 slösuðust í ofsaveðri í Pakistan í gær. Eru það mun fleiri heldur en talið var.

Veðrið var verst í Peshawar og svæðinu í kringum borgina. Tré rifnuðu upp með rótum í hávaða roki og rigningu. Mörg hús hafa orðið eyðileggingu að bráð. Meðal þeirra slösuðu eru tæplega 100 börn. Uppskera bænda er víða ónýt því óveðrinu fylgdi haglél á sumum stöðum. Hundruð nautgripa drápust í óveðrinu og ljóst að tjónið er gífurlegt.

Ekki hefur tekist að koma rafmagni á í Peshawar en flestir þeirra sem létust eru búsettir þar. 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert