DNA-greina hundaskít til að finna lata eigendur

Enginn kann að meta hundaskít á gangstéttum. Nú verða latir …
Enginn kann að meta hundaskít á gangstéttum. Nú verða latir hundaeigendur þefaðir uppi með því að DNA-greina skítinn úr hundunum þeirra. mbl.is/Árni Sæberg

Það fer um lata hundaeigendur sem búa í Barking og Dagenham-hverfi í London þessa dagana því þar ætla yfirvöld að DNA-greina hundaskít sem þeir hirða ekki um að hreinsa upp til að hafa uppi á eigendunum.

Yfirvöld hvetja hundaeigendur til að skrá hundana sína með því að fara með þá til dýralæknis sem tekur lífsýni úr þeim. Hundunum verður ekki hleypt inn í 27 almenningsgarða sem eru í hverfinu nema þeir séu skráðir í gagnagrunninn sem búinn verður til með þessum hætti.

Þetta er í fyrsta skipti sem gripið er til þessa ráðs í Bretlandi en aðferðinni hefur verið beitt sums staðar í Bandaríkjunum með góðum árangri. Þeir hundaeigendur sem hreinsa ekki upp eftir hundana sína verða beittir sektum upp á 80 pund. Hverfisráðið vonast til að með þessum hætti verði hægt verði að draga úr kostnaði við götuhreinsun um 2,3 milljónir punda á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert