Fregnir berast af aftökum

Óeirðarlögregla stendur við logandi kerti og myndir af hinni filippseysku …
Óeirðarlögregla stendur við logandi kerti og myndir af hinni filippseysku Mary Jane Veloso. AFP

Fjölmiðlar í Indónesíu hafa sagt frá því að átta menn hafi verið teknir af lífi. Níundi einstaklingurinn sem til stóð að lífláta, kona að nafni Mary Jane Veloso, hlaut frestun eftir að önnur kona gaf sig fram við lögregluyfirvöld á Filippseyjum í dag.

Samkvæmt Guardian herma fregnir að aftökurnar hafi farið fram um klukkan 00.25 að staðartíma. Engin staðfesting hefur þó fengist hjá yfirvöldunum að þær hafi átt sér stað.

Uppfært kl. 18.20:

Lögmaður Ástralana tveggja sem voru  meðal líflátnu, þeirra Andrew Chan og Myuran Sukumaran, tísti rétt í þessu:

Fangarnir átta höfðu allir verið dæmdir fyrir fíkniefnasmygl, en þeir voru m.a. frá Indónesíu, Nígeríu og Brasilíu.

Samkvæmt BBC var refsingu Mary Jane Veloso frestað eftir að einstaklingurinn sem fékk hana til að vera burðardýr gaf sig fram við lögreglu.

Að því er fram kemur hjá Guardian, sem fylgist náið með þróun mála, hefur Amnesty Interntional staðfest að aftökurnar hafi farið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert